Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Íslenskir einsmellir í eldhúsinu

Íslenskir einsmellir í eldhúsinu

23.11.2015 - 12:34

Höfundar

Í Eldhúsverkum kvöldsins heyrum við nokkur lög sem náðu miklum vinsældum á Íslandi en flytjendurnir áttu síðan í erfiðleikum með að koma sér aftur í mjúkinn hjá þjóðinni með nýju lagi. Þessi flokkur tónlistarmanna kallast One hit wonders á enska tungu en við ætlum að nota orðið „einsmellungar“, nýyrði ættað úr smiðju Snorra Sturlusonar, fyrrverandi fjölmiðlamans. Sumsé, flytjendurnir sem náði í gegn einu sinni en aldrei aftur í eldhúsinu í kvöld.

Sumsé, flytjendurnir sem náðu í gegn einu sinni en aldrei aftur í eldhúsinu í kvöld.

Lagalisti kvöldsins:

Tívolí - Fallinn

Smart-band - Lalíf

Bone Symphony - It´s A Jungle Out There (50% íslensk)

Cosa Nostra - Waiting For An Answer

Oxzmá - Kittý

Tennurnar hans afa - Kinky

Soma - Grandi vogar 2

Scope - Was it all it was