Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Íslenskir björgunarsveitarmenn til Nepal

27.04.2015 - 15:56
Erlent · Hamfarir · Asía · Nepal
epa04722886 Family members look at a damaged buildings at Vhaktapur in Nepal, 27 April 2015. The death toll from this weekend's earthquake in Nepal is now at 4,138, reports the country's Interior Ministry.  EPA/ABIR ABDULLAH
Mikil eyðilegging er í Bhaktapur eftir jarðskálftann mikla. Mynd: EPA
Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru á leið til Nepal til að taka þátt í hjálparstarfi í landinu. Þetta segir Landsbjörg í fréttatilkynningu.

Þeir fari á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en Gísli Rafn er starfsmaður samtakanna. Verkefni þeirra verði fyrst og fremst að meta ástand fjarskipta í landinu og hvað þurfi til að koma lagi á þau.

Landsbjörg segir að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fari ekki til Nepal. Í morgun hafi Sameinuðu þjóðirnar tilkynnt að þær rústabjörgunarsveitir sem þegar væru komnar til landsins, eða lagðar af stað, væru nægjanlega margar til að sinna þeim verkefnum sem lægju fyrir. Aðrar sveitir hafi því verið beðnar um að fara ekki af stað.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV