Íslenski dansflokkurinn sló í gegn í London

Mynd: Sigríður Pétursdóttir / Sigríður Pétursdóttir

Íslenski dansflokkurinn sló í gegn í London

22.08.2017 - 14:05

Höfundar

Íslenski dansflokkurinn flutti verkið Fórn síðastliðna helgi í London og hafa breskir gagnrýnendur ausið lofi á verkið.

Norræn menning og listir eru  í brennidepli í Southbank Center í London allt þetta ár undir yfirheitinu Nordic Matters. Meðal atburða má nefna barnahátíðina Imagine sem var í febrúar, og framundan er norrænn fókus á bókmenntahátíðinni í London og norrænir tónlistardagar.

Íslenski dansflokkurinn kom sá og sigraði síðastliðna helgi með Fórn, eða Sacrifice, eins og þessi listaveisla heitir þar. Unnið er með helgisiði í nútímanum, list og sköpunarkraft sem trúarbrögð og helgiathafnir eins og giftingu og sálumessu. Um er að ræða dansverkin Shrine og No Tomorrow sem sýnd voru á stóru sviði, kvikmyndina Union of the North, auk stuttmyndarinnar Dias Irae og fjölda atriða listamanna milli þess sem verkin voru sýnd.

Breskir gagnrýnendur hafa halda vart vatni yfir sýningunni sem er sögð „Epískur og metnaðurfullur samruni dans og myndlistar,“ í Evening Standard, og Independent segir hana „Furðulega, stundum viljandi leiðinlega, en líka dáleiðandi og bráðfyndna,“ en báðir miðlar gefa fjórar stjörnur. Þá segir vefmiðillinn 730 review að verkið sé ólíkt öllum öðrum dansverkum og nauðsynlegt sé að upplifa það í eigin persónu og með opnum hug.

Sigríður Pétursdóttir náði tali af Ernu Ómarsdóttur, danshöfundi og listrænum stjórnanda, og Margréti Bjarnadóttur danshöfundi rétt fyrir sýningu verksins og hlýða má á viðtalið í spilaranum hér að ofan.  

Tengdar fréttir

Dans

Okkar ameríska kleinuhringjaveröld

Leiklist

Á mörkum sjálfsfórnar og sjálfsfróunar

Tónlist

Stærsta verkefni í sögu Íslenska dansflokksins