Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Íslenska „meikið“, pönkið og erlent sviðsljós

Mynd: RUV - samsett mynd / RUV - samsett mynd

Íslenska „meikið“, pönkið og erlent sviðsljós

16.02.2018 - 16:30

Höfundar

Í sjöunda þætti af Ágætis byrjun verður fjallað um það hvernig athygli umheimsins og áhugi á litla Íslandi spilar inn í íslenskt menningarlíf á árunujm 1978-1987. Næsti þáttur er á dagskrá Rásar 1 á laugardag kl. 17.

Mikilvægt að „meika það“

Á meðan íslenska pönkbylgjan, sem rís hæst í kringum 1980, ýtir undir nauðsyn þess að tónlistarfólkið kunni kannski sem minnst á hljóðfæri er það þó snöggt að breytast. Þegar fram á níunda áratuginn er komið verða ýmsir atburðir og íslenskir sigrar til þess að áhugi umheimheimsins á litla Íslandi eykst. 

Í brotinu hér fyrir ofan úr 7. þætti af Ágætis byrjun er rætt við Kristínu Loftsdóttur mannfræðing og Davíð Ólafsson sagnfræðing um það hvernig íslenskir listamenn festast í „sendiherrahlutverkinu“ á erlendum vettvangi og hve nálgunin á tónlistina sem sett var fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík var ólík.  

Þættirnir eru frumfluttir á laugardögum kl. 17, endurfluttir á miðvikudögum kl. 14 og aðgengilegir í spilara RÚV og í hlaðvarpinu.