Íslenska liðið Norðurlandameistari

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslenska liðið Norðurlandameistari

26.05.2013 - 16:21
Íslenska landsliðið í opnum flokki tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitilinn í Bridge. Liðið hlaut 137 stig. Danska liðið lenti í öðru sæti með 129 stig og Finnland í því þriðja með 108 stig.

Íslenska liðið skipa þeir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgenssen, Bjarni Einarsson, Ragnar Hermannsson og Guðmundur Snorrason. Íslenska kvennaliðið komst ekki á verðlaunapall. Danska kvennaliðið sigraði með 188 stigum, norska liðið varð í öðru sæti með 138 stig og það sænska í því þriðja með 119 stig.