Íslensk birta og náttúra eftirsótt í Hollywood

22.11.2017 - 16:08
Mynd: Wilson Webb/Twentieth Century Fo / W. Webb/Twentieth Century Fox
Síðustu ár hafa sífellt fleiri framleiðslufyrirtæki komið hingað til lands til að mynda fyrir stórmyndir og sjónvarpseríur. En hvað sækjast þau eftir? Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri TrueNorth segir að kvikmyndatökumenn séu sérstaklega hrifnir af íslensku birtunni, hún gefi öllu sérstakan blæ sem aldrei verði náð fram með tækni og tölvum. Að sama skapi verður kraftur Dettifossar, dýpt svartra sanda, umhverfi jökla og mikilfengleiki hrikalegra fjalla aldrei náð fram með tækni eingöngu.

Rætt var við Helgu Margréti í Samfélaginu á Rás 1. Hlusta má á viðtalið hér að ofan.

thorhildurg's picture
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi