Íslendingur bruggar bjór á Grænlandi

07.01.2017 - 13:58
Bjórglös með mismunandi tegundum af bjór.
 Mynd: Stocksnap.io
Qajaq-brugghúsið í Narssaq á Grænlandi byrjaði í síðasta mánuði að tappa bjór á flöskur þannig að íbúar gátu keypt nýjan grænlenskan bjór fyrir jólin. Það er Íslendingur, Friðrik Magnússon, sem er maðurinn á bakvið Qajaq-brugghúsið.

Grænlenska blaðið Sermisiaq greinir frá þessu á vefsíðu sinn og segir að Friðrik hafi bruggað bjór í Narsaq í eitt ár. Haft er eftir Friðrik að Grænland sé eina land í heimi þar sem innflutningur á bjór sé meiri en innlend framleiðsla.

Markmiðið sé að hafa samkeppnishæft verð, en þörf sé á samkeppni á þessu sviði. Bjórmenning sé dafnandi á Grænlandi og segist Friðrik fagna velgengni brugghúsa í Nuuk og Ilulissat. Það sýni að landsmenn vilji bjór framleiddan á Grænlandi frekar en innflutt bjórþykkni blandað vatni. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi