Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Íslendingar tilnefna Tímakistu Andra Snæs

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslendingar tilnefna Tímakistu Andra Snæs

24.10.2014 - 20:16
Það kemur ekki beinlínis á óvart að íslenska dómnefndin skuli hafa ákveðið að tilnefna skáldsöguna Tímakistan eftir Andra Snæ til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014. Tímakistan er stórskemmtilegt og fallega skrifað ævintýri, fyrir börn á öllum aldri (og fullorðna líka!).

 

Tímakistan kom út 2013 og hefur hlotið afspyrnu góðar viðtökur, en hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu sem og vestnorrænu barnabókaverðlaunin og full ástæða til að ætla að enn bætist í verðlaunaskrúðið.
Sagan gerist í samfélagi mannanna sem riðar til falls. Fólk hefur læst sig inn í svokölluðum tímakistum til að harka af sér slæmt ástandið í heiminum, og meðan það svefur dásvefni er enginn eftir til að halda samfélaginu gangandi. Úlfar og dádýr ráfa um götur heimsborganna, sem okkur nokkur börn sem hafa sloppið úr tímakistum fjölskyldna sinna en vita ekki hvað þau geta gert til að vekja upp hina fullorðnu, en flestir þverneita að vakna.