Íslendingar nettengdastir allra

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslendingar nettengdastir allra

14.03.2013 - 11:41
Íslendingar eru nettengdastir allra í Evrópu. Rúmlega 96 prósent íslendinga höfðu aðgang og tengdust netinu í fyrra og tæplega 95 prósent heimila.

Í 32 Evrópulöndum eru árlega framkvæmdar rannsóknir á upplýsingatækninotkun einstaklinga og fyrirtækja og birtir Hagstofan niðurstöðurnar fyrir Evrópu.  67% netnotenda á Íslandi haf birt skilaboð á samfélagsmiðlum, en það hlutfall var 52% í löndum Evrópusambandsins. 90% íslenskra netnotenda nota vefbanka og er það hlutfall eingöngu hærra í Noregi og í Finnlandi.