Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Íslendingar fylltu innkaupakerrurnar í Costco

23.05.2017 - 13:38
Mynd: RUV/Þór Ægisson / RUV
Opnun Costco hefur vakið mikla athygli og það voru fjölmargir sem lögðu leið sína í verslunina í morgun. Nærri tvö hundruð stóðu í röð fyrir utan þegar verslunin var opnuð en sá fyrsti mætti fyrir miðnætti í gær. Flestir keyptu meira en þeir ætluðu sér.
Mynd með færslu
 Mynd: RUV/Þór Ægisson - RUV

Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnaði fjórtán þúsund fermetra verslun sína í Kauptúni í morgun. Íslendingar voru forvitnir um þessa nýjung og fjölmenntu í vöruhúsið í morgun. Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco hér á landi, segir að það hafi gengið vel í morgun. „Þetta gekk allt saman mjög vel. Fólk var mjög spennt. Það var einn kominn hérna fyrir utan um miðnætti sem ætlaði að verða fyrstur inn í verslunina. Svo komu eitthvað fleiri um klukkan fimm í morgun. Ætli það hafi ekki verið nærri því tvö hundruð manns í röð hérna fyrir utan þegar við opnuðum,“ segir Brett. 

Mynd með færslu
 Mynd: ruv

Hjálparsveit Skáta stóð vaktina fyrir utan og stýrði umferð en bílastæðið fyrir utan var við það að fyllast þegar líða fór á morguninn. 

Mynd með færslu
 Mynd: ruv
Mynd með færslu
 Mynd: ruv