Ísland mætir Gana á Laugardalsvelli

Ísland mætir Gana á Laugardalsvelli

07.06.2018 - 19:00
Ísland mætir Gana á Laugardalsvelli í síðasta leik liðsins áður en það heldur til Rússlands þar sem það mætir Argentínu, Nígeríu og Króatíu á heimsmeistaramótinu. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV sem og í streymi hér að ofan. Upphitun hefst klukkan 19:30 og leikurinn klukkan 20:00. Þá má hlusta á beina lýsingu af leiknum á Rás 2.

Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur gefið það út að Gylfi Þór Sigurðsson muni byrja leik kvöldsins. Þá verður Hannes Þór Halldórsson í marki liðsins en hann var hvíldur í 3-2 tapi liðsins gegn Noregi á dögunum.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður að öllum líkindum ekki með í leik kvöldsins en hann ætti samt sem áður að vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Argentínu.

Heimir um Gana

„Að öllu leyti erfiður andstæðingur. Þessir andstæðingar sem við erum að fara að leika gegn eru allir virkilega sterkir. Okkur fannst ekki viðeigandi að vera að taka einhverja þjóð sem svipar ekki til þeirra sem við erum að fara að leika gegn. Þannig að það ætti þá ef það kemur sigur að gefa okkur sálfræðilega meira heldur en að vinna einhverja þjóð sem við fyrirfram ættum að vinna.“ 

Lýsing Rásar 2 má finna á vef okkar.

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Búnir að hugsa Hólmar Örn í þessa stöðu“

Fótbolti

„Föst leikatriði lykillinn að íslenskum sigri“

Fótbolti

Gylfi byrjar gegn Gana - Aron klár fyrir HM