Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ísland í Eurovision 1999-2005

Mynd: RÚV / RÚV

Ísland í Eurovision 1999-2005

11.01.2016 - 14:25

Höfundar

Ísland hefur aldrei verið eins nálægt því að vinna Eurovision eins og árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir lenti í 2. sæti með lag Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar, Sveinbjörns I. Baldvinssonar og Selmu, All Out Of Luck. Íslenska lagið hlaut 146 stig, aðeins 17 stigum minna en sænska sigurlagið Take Me To Your Heaven í flutningi Charlotte Nilsson.

Í fjórða þætti, laugardaginn 16. janúar, verður farið yfir árin 1999 til 2005 og þar koma m.a. við sögu Selma Björnsdóttir, Einar Ágúst & Telma, Two Tricky, Birgitta Haukdal og Jónsi.

Í heimildaþáttunum Árið er... Söngvakeppnin í 30 ár er Eurovisionsaga Íslendinga til umfjöllunar. Um framleiðslu og dagskrárgerð sjá Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Haraldur Sigurjónsson.

Árið er… Söngvakeppnin í 30 ár í tali, tónum og myndum í sjónvarpi allra landsmanna á laugardagskvöldum.