Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ísland í Bandalag um mikinn metnað

11.12.2015 - 16:33
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ísland, Brasilía og Sviss eru meðal ríkja sem bættust í dag í hóp ríkja sem kallast Bandalag um mikinn metnað. Þetta var kynnt á blaðamannafundi á loftslagsráðstefnunni í París að viðstöddum umhverfisráðherrum ríkjanna.

Talsmenn ríkja sem hafa fylkt sér saman undir merkjum High Ambition Coalition, Bandalags um mikinn metnað, hafa talað fyrir því að markið verði sett á að hlýnun jarðar nemi ekki meira en einni og hálfri gráðu í stað tveggja gráða eins og rætt hefur verið um. Þá er vilji fyrir að endurskoða markmið sem nást á ráðstefnunni á fimm ára festi.

Um hundrað ríki hafa lýst stuðningi við markmið bandalagsins. Þeirra á meðal eru Bandaríkin, Noregur og Evrópusambandið. Í dag bættust við Filippseyjar, Kanada og Seychelles-eyjar.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV