Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ísland hugsanlega sögusvið nýs tölvuleiks

Mynd: Kojima Productions / IGDB

Ísland hugsanlega sögusvið nýs tölvuleiks

28.05.2018 - 13:30

Höfundar

Aðdáendur tölvuleikjahönnuðarins Hideo Kojima hafa lagt fram þá kenningu að Ísland sé sögusvið nýjasta tölvuleiks hans, Death Stranding. Reynist þessi kenning rétt, mun það verða í fyrsta skipti sem Ísland er notað sem aðalsögusvið í tölvuleik frá svo þekktum framleiðanda.

Skarpskyggn fylgjandi Kojimas á Twitter tók eftir líkindum milli skjáskots sem hönnuðurinn deildi af atriði í leiknum og mynd af íslenskum mosa. Twitter-notandinn sameinaði myndirnar tvær og skömmu síðar deildi Kojima færslunni.

Kojima hefur áður lagt leið sína til Íslands í rannsóknarvinnu fyrir aðra leiki, þar á meðal Metal Gear leikina, sem eru meðal þeirra þekktustu sem hann hefur unnið að.

Auglýsingar fyrir Decima, leikjavélinna sem Kojima hefur notast við í vinnslu á Death Stranding, notast einnig við myndir af Reynisfjöru.

Þá má heyra tónlist íslensku hljómsveitarinnar Low Roar í kynningarmyndbandi fyrir leikinn. 

Óvisst er um hvenær Death Stranding kemur út, en samkvæmt viðtali sem Kojima gaf á leikjaráðstefnunni Tokyo Game Show árið 2016 má vænta að það verði í síðasta lagi á næsta ári.

Reynist þessi kenning rétt, mun það verða í fyrsta skipti sem Ísland er notað sem aðalsögusvið í tölvuleik frá svo þekktum framleiðanda.

Geir Finnsson er vikulegur gestur í Núllinu. Þar fer yfir allt það helsta í tölvuleikjaheiminum. Hér má heyra brot úr þættinum þar sem hann kemur meðal annars inná leikinn Death Stranding.