Ísland enn á lista yfir umsóknarríki

30.03.2015 - 17:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ísland er enn á lista yfir umsóknarríki sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða bíða þess að hefja viðræður. Listann má finna á vefsíðu sambandsins. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist ekki geta svarað því hvers vegna Ísland sé enn á listanum.

Íslensk stjórnvöld bíði enn eftir svari og viðbrögðum Evrópusambandsins.

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi