Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ísbirnir í Svínadal reyndust kindur

10.06.2013 - 16:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Leitað var eftir aðstoð lögreglu laust fyrir klukkan ellefu í morgun þar sem sést hafði til tveggja ísbjarna í Svínadal í grennd við byggð. Höfðu íbúar nærliggjandi bæjar séð til dýranna og fylgst með þeim um tíma, en þau voru stödd í nokkurri fjarlægð frá bænum.

Þegar lögreglumenn bar að garði varð hins vegar ljóst að um tvær kindur var að ræða, drifhvítar að lit. Að sögn vakthafandi lögreglumanns hjá lögreglunni á Borgarnesi hafa kindurnar villst frá heimahögum sínum en voru ekki til vandræða að öðru leyti.