Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Írskum flugvöllum lokað vegna ösku

03.05.2010 - 22:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Öllum flugvöllum á Írlandi verður lokað frá klukkan sex í fyrramálið til hádegis vegna ösku sem talið er að geti borist frá Eyjafjallajökli suður á bóginn.

Öllum flugvöllum á Írlandi verður lokað frá klukkan sex í fyrramálið til hádegis vegna ösku sem talið er að geti borist frá Eyjafjallajökli suður á bóginn. Þetta kemur fram í frétt Associated Press frá því fyrr í kvöld. Í yfirlýsingu frá írskum flugmálayfirvöldum segir að lokunin hafi engin áhrif á flugvélar sem fljúga yfir Írland frá Bretlandi og Evrópu. Á heimasíðu írsku flugmálastjórnarinnar kemur fram að bannið gildi um flugvellina í Dublin, Shannon, Galway, Sligo, Ireland West, Donegal, Cork og Kerry.