Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Instagram áskilur sér rétt til sölu mynda

18.12.2012 - 14:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Í gær voru kynntir nýir notendaskilmálar myndavefsins Instagram sem taka gildi þann 16. janúar. Samkvæmt þeim áskilur Instagram sér réttinn til að selja myndir notenda í auglýsingar. Og það án þess að eigandi myndanna hafi nokkuð um málið að segja, hafi hann á annað borð samþykkt notendaskilmálana.

 Facebook keypti Instagram eftir því sem vinsældir þess fóru vaxandi og var kaupverðið einn milljarður bandaríkjadala. Tilkynningin um breytta skilmála hefur valdið töluverðri reiði meðal notenda og fjölmörg þjónustufyrirtæki hafa sætt færis og auglýst aðstoð við að flytja myndir fólks af Instagram yfir á önnur vefsvæði til vistunar til að forða þeim frá því að verða seldar sem auglýsingar.