Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Innflytjendur fá ekki íslenskunám

15.11.2011 - 21:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Verulega hefur dregið úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur frá hruni segir Amal Tamimi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir hana eitt af lykilatriðum til að aðlagast samfélaginu.

Amal Tamimi ræddi réttindi innflytjenda við innanríkisráðherra á Alþingi í dag. Sagði hún málefni innflytjenda heyra undir mörg ráðuneyti en lagði áherslu á tvennt við ráðherra í dag, í fyrsta lagi íslenskukennslu.

Í öðru lagi sagði hún að túlkaþjónustu væri ábótavant og þá ekki síst samfélagstúlkun. Tók hún nýlegt dæmi af konu sem býr í ofbeldissambandi. Þegar konan hugðist sækja um skilnað kom í ljós að hún var fráskilin án þess að vita það. Eiginmaðurinn hafði talið henni trú um að hún væri að skrifa undir pappíra um bílakaup sem síðar reyndust skilnaðarpappírar. 

Innanríkisráðherra fagnaði umræðunni sem væri nauðsynleg, en þingið yrði að taka formlega á þessum málum og tryggja fjármagn.