Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Innanríkisráðherra andvígur æfingum

05.04.2011 - 21:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Fimm kanadískar orrustuþotur eru hér á landi við æfingar og loftrýmiseftirlit. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er andvígur þessum æfingum og segir þær tiltlum tilgangi þjóna.

Til viðbótar við orustuþoturnar fimm, sem eru af gerðinni F-18, er hér ein eftirlitsflugvél af gerðinni Lockheed P-3 Orion. Meðal annars á að æfa aðflug að varflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum. Vélarnar komu hingað til lands á sunnudaginn, en 140 manna kanadískt herlið er hér líka.


Kanadamennirnir sjá um flugrýmiseftirliti hér til 30. apríl, fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins í samræmi við samninga bandalagsins og íslenskra stjórnvalda. Alþingi ákvað í fyrra að leggja niður Varnarmálastofnun og hluti verkefnanna fór til Landhelgisgæslunnar, sem heyrir undir innanríkisráðuneytið, þar á meðal loftrýmiseftirlitið. Ráðherrann er hins vegar ekkert sérstaklega hrifinn.


Innanríkisráðherra segir stóra málið hvort Íslendingar séu í þessu hernaðarbandalagi eða ekki og síðan sé hitt aukaatriði hvað gerist í tengslum við það hér á landi þessar æfingar. Hann kveðst andvígur þessum æfingum og hafi alla tíð verið það: Hann telji  þær þjóna afar litlum ef nokkrum tilgangi. Þetta tilheyri gamalli heimsmynd, sem muni hverfa á næstu árum. Hann segist er ekki í nokkrum einasta vafa það. Hinsvegar sé verið að vinna í samræmi við þá stefnu sem flokkur hans í ríkisstjórn setti fram um að draga úr öllum herðaðarumsvifum og aðkomu Íslands að þeim.