Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ingvar leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Framsóknarflokkurinn
Ingvar Mar Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Listi flokksins var kynntur í kvöld.

Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að skólamál verði sett í öndvegi fyrir kosningarnar í vor. Helmingur frambjóðenda í efstu sætum á lista flokksins séu kennarar og skólafólk. 

Listi Framsóknarflokksins er eftirfarandi:

  1. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi.
  2. Snædís Karlsdóttir, lögfræðingur.
  3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
  4. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, kennari.
  5. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi og stuðningsfulltrúi
  6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, nemi.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV