Ingólfur verður að borga milljarð

02.05.2013 - 10:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, verður að greiða slitastjórn Kaupþings 1.078 milljónir króna vegna þriggja lána sem hann fékk hjá bankanum á árunum 2006 og 2007.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem rifti í dag þeirri ákvörðun stjórnenda Kaupþings skömmu fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir hans á lánum til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Dómarinn vísaði frá dómi stefnu vegna fjórða lánsins, frá árinu 2005. Það var vegna þess að dómari taldi bankann ekki hafa skaðast af ákvörðun um að fella niður ábyrgð Ingólfs af tíu prósentum af því láni. Það rökstyður dómurinn með því að Ingólfur hafi aðeins notað helminginn af eins milljarðs láninu til hlutabréfakaupa. Því hafi tíu prósenta ábyrgðin aðeins átt við um féð sem hann notaði til hlutabréfakaupa, en hann sé í fullri ábyrgð fyrir þann hálfa milljarð sem hann notaði í annað.

Á sama tíma vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá máli slitastjórnar Kaupþings gegn Steingrími Páli Kárasyni, forstöðumanni áhættustýringar Kaupþings. Taldi dómarinn að þrátt fyrir niðurfellingu á tíu prósenta ábyrgðinni bæri Steingrími að greiða hærri fjárhæð, vegna þess hvernig hann varði láninu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi