Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ingó - Derek Smalls og Green Day

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ingó - Derek Smalls og Green Day

04.05.2018 - 18:48

Höfundar

Gestur Füzz í kvöld er Ingólfur Geirdal töframaður og gítarleikari Dimmu.

Ingó eins og hann er kallaður fagnar 50 ára afmæli sínu eftir nokra daga og heldur upp á það með því að spila með Dimmu á Hard Rock Café á morgun (laugardaginn 5. maí) og þar verður sérstakur gestur Dennis Dunaway, upprunalegur bassaleikari og lagahöfundur Alice Cooper bandsins. Dennis kemur við sögu á nánast öllum bestu plötum Alice Cooper eins og Love it to death, Killer, School´s Out og Billion Dollar Babies, sem og þeirrri nýjustu; Paranormal. Dennis var vígður inn í Rock´n´Roll Hall of Fame árið 2011 ásamt upprunalega Alice Cooper bandinu og var með Cooper á sögufrægri tónleikaferð í fyrra, þar sem gamla hljómsveitin kom saman. Dimmumenn ætla að taka nokkur klassísk Cooper lög með Dennis á Hard Rock Café á morgun. Ingó mætir með uppáhads ROKKplötuna sína í Fuzz kl. 21. Það má gera ráð fyrir því að hún sé með Alice Cooper.

A+B þáttarins er með Green Day

Plata þáttarins er svo splunkuný sólóplata Derek Smalls bassaleikara Spinal Tap sem margir muna eftir úr kvikmyndinni This is Spinal Tap. Derek ólst upp í Nilford-on-Null í West-Midlands á Englandi þar sem faðir hans, Donald „Duff“ Smalls rak síma-þrifa-fyrirtækið Sani-Fone. Derek gekk til liðs við Spinal Tap árið 1967 þegar fyrirrennari hans; Ronnie Pudding (búðingur) hætti. Derek valdi 75 ára afmælsdaginn sem til að gefa út þessa fyrstu sólóplötu sína sem heitir Smalls Change (Meditations upon ageing). Platan hefst á Openture þar sem Derek segir; Aldur… er bara tala…. Tala er bara orð….og orð er bara einhver hlutur.

Derek Smalls á marga góða vini í bransanum og þeir eru ýmsir í gestahlutverkum á plötunni hans, en það má nefna Donald Fagen, Rick Wakeman, Paul Shaffer, Richard Thompson, David Crosby, Taylor Hawkins úr Foo Fighters, Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, Joe Satriani og Jeff „Skunk“ Baxter.

Við heyrum þrjú lög af þessari nýju plötu með Derek Smalls í þættium í kvöld.

Óskalagasíminn verður opnaður um kl. 20 og Garg-fréttir verða á sínum sínum stað.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.

https://itunes.apple.com/is/podcast/f%C3%BCzz/id1203703374?mt=2

Hér er lagalistinn:
Bubbi & Dimma - Stórir strákar fá raflost
Foreigner - Night life
The Beatles - And your bird can sing
Guns´n Roses - Patience
Guns´n Roses - Shadow of your love
Saktmóðigur - Gleðispillir
Derek Smalls - Rock´n roll transplant
Tenacious D - Tribute
SNIGLABANDIÐ Í STD. 12 - THE BAND
Sniglabandið - The night they drove old Dixie down
Sniglabandið - Ophelia
Little Feat - Time loves a hero (óskalag)
SÍMATÍMI
Jet - Cold hard bitch (óskalag)
The Who - My generation (óskalag)
GARG-FRÉTTIR
The Stranglers - Nice´n sleazy
INGÓ GEIRDAL - GESTUR ÞÁTTARINS
AC/DC - Let me put my love into you
INGÓ SPJALL
Alice Cooper - Billion dollar babies
INGÓ SPJALL
Alice Cooper - Generation landslide
Motörhead - Heroes (óskalag)
A+B
Green Day - Basket cage (A)
Green Day - Tired of vaiting (B)
Royal Blood - Look like you know
Derek Smalls - Butt call
Dimma - Mama (Sykurmolarnir)
Rainbow - Tarot woman (Grjótkast vikunnar)

Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

Tengdar fréttir

Tónlist

Lögreglustjórinn og Stones, Ace og Guns

Tónlist

Aerosmith - Freddie og Matti Matt!

Tónlist

Metallica - Napster - Bítlarnir og Haraldur V.

Tónlist

Elvis - Erna Hrönn - Damon og djammið