-Ingi Þór tekur við af Finni Frey Stefánssyni en undir hans stjórn hefur KR unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð.
Ingi Þór hefur þjálfað karla- og kvennalið Snæfells frá árinu 2009. Hann gerði kvennaliðið að þreföldum Íslandsmeisturum auk þess sem karlalið félagsins vann einn Íslandsmeistaratitil undir hans stjórn.
Ingi er uppalinn KR-ingur og var síðast aðalþjálfari meistaraflokks karla árið 2004. Þá var hann aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar hjá KR árið 2009 er liðið varð Íslandsmeistari.
Einnig var tilkynnt á fundinum að Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hefðu framlengt samninga sína við Vesturbæjarliðið.