Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Imagine með íslenskum texta í fyrsta sinn

Mynd: Tónsmiðjan / RÚV

Imagine með íslenskum texta í fyrsta sinn

11.10.2017 - 10:53

Höfundar

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn hefur sent frá sér íslenska útgáfu af laginu Imagine eftir John Lennon. Textinn er eftir afa hennar, Þórarin Eldjárn, en hann var saminn fyrir 10 árum og fluttur þegar Friðarsúlan í Viðey var tendruð í fyrsta sinn árið 2007.

Unnur Sara gaf lagið út þann 9. október, sem er afmælisdegur John Lennon og jafnframt sá dagur sem kveikt er á Friðarsúlunni ár hvert. Lagið heitir á íslensku Að hugsa sér.

 

„Árið 2007 var Þórarinn Eldjárn, afi minn fenginn til að þýða textann yfir á íslensku sem var flutt í athöfninni. Síðan þá hefur þetta skilst mér bara verið flutt af kórum og í skólum en almennt virðist fólk ekki vita af þessari þýðingu. Svo ég ákvað að búa til mína útgáfu,“ segir Unnur Sara.

Rætt var við Unni Söru í Popplandi á Rás 2.