Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Illugi: „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er“

11.01.2017 - 16:58
Mynd: Skjáskot / RÚV
Illugi Gunnarsson, sem lét af embætti mennta-og menningarmálaráðherra í dag og afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni lyklavöldin að ráðuneytinu, gaf sér góðan tíma til að ræða við fjölmiðla. Hann sagðist ekki vita hvað hann tæki sér fyrir hendur næst - hann væri búinn að vera í stjórnmálum í 16 ár og hefði aldrei ætlað sér að daga uppi sem stjórnmálamaður.

Illugi sagðist afskaplega ánægður með eftirmann sinn. „Það hefur verið einstök ánægja og heiður að fá að starfa hérna og líka ánægja að það sé öflugur maður að taka við.“ Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal sem Ægir Þór Eysteinsson tók við Illuga í menntamálaráðuneytinu í dag.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV