Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

IKI verðlaunuð

06.11.2011 - 18:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Norræna spunahljómsveitin IKI hlaut dönsku tónlistarverðlaunin fyrir sína fyrstu plötu í flokki djassraddtónlistar í gær. Söngkonan Anna María Björnsdóttir er ein af níu söngkonum hljómsveitarinnar.

Söngkonurnar níu eru frá Danmörku, Íslandi, Finnlandi og Noregi, en fyrsta plata sveitarinnar, sem er samnefnd hljómsveitinni, kom út fyrir nokkrum mánuðum.

Platan var spunnin á þremur dögum í upptökuveri, en söngkonurnar líta á verkefnið sem heimspeki sem byggist á að vera í núinu, skapa tónlist og kanna mannsröddina, mismunandi hliðar á henni og hljóð. Platan hefur hlotið lofsamlega dóma hjá tónlistarpressunni, blaðamaður Dagsavisen í Noregi kallaði plötuna til að mynda norrænt söngundur, ólíkt öllu sem hann hafi heyrt.

Nýbreytni hljómsveitarinnar og nýstárleg tónlistarleg nálgun hefur þegar komið henni á fjölda tónlistarhátíða, í sjónvarps- og útvarpsþætti, auk þess sem sveitin hefur haldið fjöldann allan af tónleikum.

Þá hefur færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir lýst yfir áhuga á samstarfi við hljómsveitina á komandi mánuðum.