Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Íhuga að loka á umferð við Geysi

14.04.2014 - 17:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir landeigendur hafa íhugað að loka svæðinu við Geysi og meina fólki umferð þar um. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti í dag beiðni stjórnvalda um að setja lögbann á gjaldtöku við Geysi.

Garðar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Hann sagði óvíst hvort landeigendur myndu kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Hann sagði aðrar leiðir færar. „Við erum bara að skoða margar leiðir. Það er ýmislegt sem er hægt að gera. Við getum til dæmis hreinlega bara lokað svæðinu. Það er ekki flókið. Við höfum heimild til þess í náttúruverndarlögum að loka svæðinu. Meira að segja gæti bara einn landeigandi krafist þess. Þar með væri það svoleiðis,“ sagði Garðar. Aðspurður hvort þetta væri hægt og hvernig þetta yrði gert svaraði hann: „Jájá. Þá setja menn bara keðjur á og merkja það skilmerkilega að þetta sé lokað í náttúruverndarskyni.“ Enda snerist þetta um að vernda náttúruna.