Iceland Airwaves í tuttugasta sinn

Mynd: Fever Ray / Iceland Airwaves

Iceland Airwaves í tuttugasta sinn

29.05.2018 - 19:41

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin í tuttugasta sinn í ár. Breytingar hafa verið á eignarhaldi hátíðarinnar sem áður var í eigu Icelandair en er núna komið undir hatt Senu Live. Sindri Ásamtsson dagskrárstjóri Airwaves að það verði ekki gerðar neinar stórvægilegar breytingar á svo gestir hátíðarinnar finni fyrir en hátíðin verður öll í miðbænum og einugis verður hægt að kaupa eina tegund á miða sem gildir á allt.

,,Off venue” dagskráin verður minni í sniðum þetta árið. Sindri segir að hún hafi verið farin að éta hátíðina lifandi því það sem var utan dagskrár var að verða stærra en hátíðin sjálf og þar með komin í samkeppni við sig sjálfa.

Meðal þeirra erlendu tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru Fever Ray, Blood Orange, The Voidz, Stella Donnelly, Jade Bird, Cashmere Cat, Tommy Cash og Rejjie Snow.

Þeir íslensku tónlistarmenn sem koma fram eru meðal annars:

Ólafur Arnalds sem sýnir heimstúrinn sinn í Þjóðleikhúsinu, Högni með strengjasveit og karlakór, Sóley, Birnir, Sturla Atlas, Kef LAVÍK, Munstur, Mammút, Sykur og Auður.

Sindri Ástmarsson dagrárstjóri Iceland Airwaves mætti í Núllið.