Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Íbúðarhús skemmdist í eldi

03.04.2017 - 08:49
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Íbúðarhús á sveitabæ í Fljótsdalshéraði skemmdist mikið í eldi í nótt. Heimilisfólk tilkynnti um eldinn um miðnætti og þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði mikill eldur upp úr þaki hússins, sem er timburhús.

Rjúfa þurfti þakið til að komast að eldinum. Heimilisfólkið komst út af sjálfsdáðum og sakaði ekki. Slökkvistarfi lauk á fjórða tímanum í nótt. Að sögn slökkviliðsstjóra er húsið mjög illa farið.

Eldsupptök eru ókunn en lögreglan er með þau til rannsóknar.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV