Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Íbúðalánasjóður selur 450 leiguíbúðir

23.05.2016 - 16:50
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti í dag að selja leigufélagið Klett sem stofnað var í kringum 450 íbúðir sem leigðar eru út. Kaupandinn er Almenna leigufélagið ehf., en fjármálafyrirtækið GAMMA er með fasteignasjóði sem eiga félagið í stýringu.

Í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður hefur sent til Kauphallar Íslands segir að Almenna leigufélagið hafi átt hæsta tilboðið í Klett. Félagið var formlega auglýst til sölu í lok febrúar síðastliðnum og eftir nokkurt ferli bárust þrjú bindandi tilboð. Almenna leigfélagið bauð 10,1 milljarð króna, sem er ríflega einum og hálfum milljarði meira en bókfært virði félagsins. Því var þar með tekið og er því búist við að salan hafa jákvæð áhrif á framtíð sjóðsins. Búist er við að samningur um kaupin verði undirritaður á föstudaginn.

Almenna leigufélagið rekur þegar um 500 leiguíbúðir vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, og með þessum kaupum bætast 450 íbúðir til viðbótar við víðs vegar um landið. Bæði félögin hafa það að markmiðið að bjóða upp á örugga leigu til lengri tíma.

Almenna leigufélagið er samkvæmt skráningu Credit Info í eigu þriggja fasteignasjóða, sem hvert um sig á þriðjung í félaginu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að allir sjóðirnir séuy í stýringuhjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management sem er samtals með tæplega 70 milljarða króna í stýringu.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV