Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Íbúðablokk í ljósum logum í London

09.06.2019 - 16:13
Erlent · Bretland · London · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Kalla þurfti til meira en eitt hundrað slökkviliðsmenn og fimmtán slökkviliðsbíla þegar eldur braust út í sex hæða íbúðablokk í London um hálf fjögur í dag að staðartíma. Eldurinn logar á öllum hæðum hennar.

Blokkin er í hverfinu Barking í austurhluta London.

Fjölmörg myndbönd og myndir af brunanum hafa verið birt á samfélagsmiðlum en samkvæmt frétt Sky er ekki vitað um slys á fólki. Unnið er að flytja fólk úr nærliggjandi byggingum.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo komnu máli.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV