50 keppendur frá Hlíð
Alls taka um 200 lið frá sjö löndum þátt í keppninni en 50 íbúar á Hlíð eru skráðir til leiks. Hjólin eru öll fyrir framan tölvuskjá sem gerir þátttakendum kleift að heimsækja yfir þúsund borgir og bæi á meðan keppni stendur.
Gríðarlegur áhugi
Þetta er annað árið í röð sem íbúar á Hlíð taka þátt í kepppninni. Áhuginn á mótinu hefur aukist mikið milli ára en til marks um það verður metnaðarfullum hjólagörpum boðið upp á aukatíma. Ásta Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari heldur utan um verkefnið.
„Það er mikill áhugi, mikill spenningur og það er gaman að fylgjast með hvað allir eru áhugasamir og þetta vekur upp keppnisskapið og myndast svona skemmtileg stemning. Keppnin hefur gengið mjög vel, við erum í fimmta sæti hérna á Hlíð, eins og er það eru allir rosalega duglegir og leggja mikið á sig og reyna að gera alltaf betur og betur,“ segir Ásta.