Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Í Urriðaholti er hugsað til framtíðar

Mynd: Garðabær / Garðabær

Í Urriðaholti er hugsað til framtíðar

11.04.2019 - 16:15

Höfundar

Skipulag Urriðaholts einkennist af nýrri hugsun. Unnið er frá grunni með sjálfbæra þróun, fjölbreytileika og virðingu fyrir umhverfinu.

Ofanvatnslausnir í umhverfinu

Það hefur tekist misjafnlega að skipuleggja ný hverfi undanfarin ár. Grafarholt og Grafarvogur eru orðin nokkuð gróin, en ýmislegt við þau að athuga svona eftir á að hyggja. Nú rísa ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu hvert á fætur öðru, sum hefðbundin en í öðrum er verið að þróa nýjar leiðir. Staðarandi er eftirsóttur, en er hægt að búa hann til? Er staðarandi ekki fyrirbæri sem verður til með tíð og tíma. Í Urriðaholti í Garðabæ er ferið að gera ýmislegt nýtt í skipulagi. Skipulag Urriðaholts einkennist af nýrri hugsun. Unnið er frá grunni með sjálfbæra þróun, fjölbreytileika og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Áhersla er lögð á gæði byggðarinnar og heilbrigt og aðlaðandi umhverfi. Nýjar leiðir hafa verið farnar til að ná því markmiði, svo sem með ákvæðum í skipulagi, landmótun, gatnahönnun og meðhöndlun ofanvatns. Einungis aksturssvæði gatna er malbikað, en lausnir á bílastæðum eru þannig að vatn rennur niður á klöppina og útí Urriðavatn. Rafhleðslustöðvar eru við hvert hús og stefnt er að því að rafvæða hverfið. Smáíbúðablokk sem stundum er kennd við IKEA hefur fengið Svansvottun og flokkun sorps er skilyrði í hverfinu. Egill Guðmundsson arkitekt hjá Arkís er einn af deiliskipulagshöfundum hverfisins og segir þetta allt nýjungar í skipulagi hér á landi og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar er himinlifandi með hverfið og Baldur Ó. Svavarsson arkitekt hjá Úti og inni en hann hannaði meðal annars skólann, segir það hafa verið áskorun að vinna eftir þessum skipulagskröfum og það sé verið að hugsa til framtíðar.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn