Í slóð Djáknans á Myrká

Mynd með færslu
 Mynd:

Í slóð Djáknans á Myrká

07.01.2013 - 12:46
Leikfélag Hörgdæla ætlar að setja upp leikrit byggt á sögunni um Djáknann á Myrká - atburði sem gerðust í bakgarðinum hjá þeim. Sagan heillar fólkið og í undirbúningsferlinu hafa þau lagst í mikla heimildaröflun til að komast sem næst viðfangsefninu.

Og í sveitinni sinni finna þau ekki bara rétta andrúmsloftið, staðarnöfn- og hætti - heldur einnig muni sem mögulega voru til og notaðir af Djáknanum og Guðrúnu.
Hápunktur undirbúningsins er þó þegar þau ríða frá Bægisá að Myrká - í slóð Djáknans sem fór þessa leið með konuna sem hann elskaði í lífi og dauða.
Landinn slóst í för með Hörgdælum.

Vertu vinur Landans á Facebook.