Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar náðu í kvöld í þrjá fjallgöngumenn sem voru í sjálfheldu í klettum vestarlega á Eyjafjallajökli. Þyrlan kom með fólkið, konu og tvo karla, á Hvolsvöll um 11-leytið í kvöld. Fólkið var orðið kalt en ómeitt.