Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja áætlunarflug milli Sjanghæ og Keflavíkur, með millilendingu í Helsinki. Fréttablaðið greinir frá. Xu Xiang, forstöðumaður flugfélagsins á Norðurlöndum, staðfestir í samtali við blaðamann að stefnt sé að því að fyrsta flugferðin verði farin í lok mars. Ætlunin er að fljúga tvisvar í viku árið um kring og er áætlað verð á miðum báðar leiðir frá 68.000 krónum.