Hvunndagshetjan - Auður Haralds

Mynd með færslu
 Mynd:

Hvunndagshetjan - Auður Haralds

20.01.2015 - 11:16
Þannig lýsti Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur skáldsögunni Hvunndagshetjan eftir Auði Haraldsdóttur í þættinum Bók vikunnar, en Nanna var gestur Þorgerðar E. Sigurðardóttur ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni. Hvunndagshetjan kom fyrst út 1979 og endurútgefin árið 2000.

Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn er fyrsta skáldsagan sem Auður Haraldsdóttir sendi frá sér og vakti mikla athygli sem opinská grátbrosleg lýsing á hlutskipti kvenna við upphaf ákveðins kafla í kvennabaráttu á Íslandi. Auður fylgdi bókinni eftir með skáldsögunni Læknamafían árið 1980 og Hlustið þér á Mozart? 1982. Skömmu síðar sendi hún frá sér þrjár bækur um drenginn Elías sem byggðu á innslögum sem hún skrifaði fyrir Stundina okkar og Sigurður Sigurjónsson lék. Í kjölfarið fylgdi síðan unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni og árið 1987 kom út síðasta skáldsaga hennar til þessa, Ung, há, feig og ljóshærð.

Hér má hlusta á samræðu þeirra Nönnu Hlífar, Tyrfings og Þorgerðar auk brota úr viðtölum við höfundinn Auði Haralds og bókmenntafræðingana Dagnýju Kristjánsdóttur og Silju Aðalsteinsdóttur.

Mynd:  / Iðunn