Sveitin hafði fundið hana nokkrum klukkustundum fyrr en erfitt var að komast að henni. Myndir af björgun konunnar hafa sést um allan heim. Bandaríska CNN sjónvarpsstöðin var með íslensku björgunarsveitinni í nánast allan gærdag.
Gísli Rafn segir að í sömu rústum hafi björgunarmenn komið auga á ansi marga látna. Eftir að íslensku leitarmennirnir hafa hvílt sig verður haldinn fundur þar sem verkefnum verður skipt á milli sveitanna sem komnar eru á staðinn. Gísli telur að næst verði farið að huga að skólum sem hafi hrunið. Íslenska sveitin fær sem sagt brátt að vita hvert verkefni dagsins verður.
Gísli segir að mikil umferð sé um flugvöllinn í Port-au-Prince. Flugvélar fljúgi fyrir ofan þá hring eftir hring og bíði í þrjá til fjóra tíma eftir lendingarleyfi.
Ástandið í borginni sé ennþá skelfilegt. Fólk sé á götum úti að bíða eftir því að leitað sé í húsum þeirra eða af ótta við að þau hrynji. Ekki sé hafin nein dreifing á hjálpargögnum þannig að fólki skorti vatn, mat og aðrar nauðsynjar.