Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hvert er orð ársins 2017?

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Hvert er orð ársins 2017?

18.12.2017 - 14:44

Höfundar

Kosningu um orð ársins 2017 lýkur í dag, miðvikudag. Valið stendur um tíu orð sem þykja einkennandi fyrir árið sem leið.

Sum orðanna eru ný en önnur gömul, jafnvel afgömul en notkun þeirra jókst til muna frá fyrri árum.

Á vefgáttinni málið.is má nálgast margvíslegar upplýsingar um orðin á listanum:

Leyndarhyggja
Þyrilsnælda
Falsfrétt
Uppreist
Örplast
Hægvarp
Epalhommi
Líkamsvirðing
Áreitni
Innviðauppbygging

Valið á orði ársins er samvinnuverkefni Ríkisútvarpsins, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímis, félags stúdenta í íslensku og málvísindum við Háskóla Íslands.