Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

„Hvert atkvæði skiptir máli“

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð féll í kosningunum í nótt. Fjarðalistinn fékk fjóra menn kjörna í Fjarðabyggð en einungis einu atkvæði munar á fjórða manni hans og næsta manni Sjálfstæðisflokks.

Því var beðið um endurtalningu og umboðsmenn listanna komu saman síðdegis.

Eydís Ásbjörnsdóttir er oddviti Fjarðalistans og ekki ofsagt að menn séu hengdir upp á þráð. „Já, spennustigið er hátt,“ sagði hún skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. „Kjörsóknin hefði mátt vera betri en hún var þó fimm prósentum betri núna en 2014. En þetta sýnir það líka hvað kosningaþátttakan er gríðarlega mikilvæg og að hvert atkvæði skiptir máli.“

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV