Hvernig fóru borgarstjórnarkosningarnar?

Mynd: Pétur Marteinn / Pétur Marteinn

Hvernig fóru borgarstjórnarkosningarnar?

30.05.2018 - 15:36
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson rýndi í niðurstöður borgarstjórnarkosninganna og velti fyrir sér möguleikunum í myndun meirihluta.

Í september samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að fjölga ætti borgarfulltrúum úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Sem þýðir meðal annars að fleiri og minni flokkar eiga auðveldara með að komast að. Niðurstöður eftir kosningarnar eru; Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með átta borgarfulltrúa. Samfylkingin með sjö og Viðreisn og Píratar með tvo borgarfulltrúa hvor. Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins, Vinstri Græn og Miðflokkurinn eru allir með einn borgarfulltrúa. Alls átta flokkar.

Nú eftir þessar sveitarstjórnarkosningar þurfa flokkarnir að koma saman og mynda meirihluta. Minnst tólf borgarfulltrúa. Þessar niðurstöður bjóða upp á marga möguleika og þurfa flokkarnir nú að setjast niður og kanna hvort þeir ná saman. Samfylkingin og Píratar hafa báðir neitað að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistaflokkur Íslands ætlar sér ekki að taka þátt í meirihlutasamstarfi.

Viðreisn í lykilstöð

Þar sem Samfylkingin vill ekki mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki þýðir það að báðir flokkar þurfa að leita til minni flokkanna til þess að ná meirihluta. Því er Viðreisn í lykilstöðu. Dæmi um mögulega meirihluta gæti verið Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkurinn með tólf manna meirihluta eða Samylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta.

Hér að ofan má heyra hljóðbrot úr Núllinu þar sem Pétur Marteinn fer yfir niðurstöður og mögulega meirihluta.