Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Hver var Grímur?

30.05.2011 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Hver var Grímur sem Grímsvötn eru nefnd eftir? Er fyrirspurn sem fréttastofu hefur borist í kjölfar eldgossins. Við eftirgrennslan hefur komið í ljós að Vestfjarða Grímur var persóna í munnmælasögum sem gengu manna á milli á 17. öld og voru bæði Grímsvötn og Grímsey nefnd eftir honum.

Margrét Eggertsdóttir, sérfræðingur hjá Árnastofnun, segir þetta góða sögu af vígaferlum Gríms og ástarævintýri hans við dóttur risa sem bjó í grennd við Vatnajökul. Grímur hefði sest að á Austurlandi í nágrenni Vatnajökuls, en dóttir risans hafi mælt svo um að vötn þau sem Grímur hafi setið við við skyldu á ýmsum tímum loga og brenna til auðnar skógana þá er þar voru í kring. Álög hennar hafi oflega ræst.