Fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að styrkja viðgerð á Flateyjarbók um þrjár milljónir króna.
Flateyjarbók er stærst allra íslenskra skinnbóka, alls 225 blöð. Bókin var skrifuð á 14. og 15. öld. Meginefni Flateyjarbókar er sögur af Noregskonungum.
Fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að styrkja viðgerð á Flateyjarbók um þrjár milljónir króna.
Flateyjarbók er stærst allra íslenskra skinnbóka, alls 225 blöð. Bókin var skrifuð á 14. og 15. öld. Meginefni Flateyjarbókar er sögur af Noregskonungum.
Vasarė Rastonis, forvörður hjá Stofnun Árna Magnússonar, sér um viðgerðina. Í herberginu þar sem viðgerðin fer fram þarf að halda góðu rakastigi eða um eða yfir 40% raka, til þess að handritið skemmist ekki.
„Flateyjarbók er ú kálfskinni og það er meðhöndlað þannig að skrifa megi á það. Það má segja að hún sé gerð úr yfir hundrað kálfum. Hundrað dýr fórnuðu því lífinu fyrir þetta einstaka handrit,“ segir Vasarė.
Talið er að skinnið hafi verið unnið hér á landi. Síðurnar eru þykkari og dekkri en í kálfaskinnbókum á meginlandi Evrópu. Frá því elstu menn muna hefur Flateyjarbók verið í tveimur bindum en við viðgerðina nú hefur ný uppgötvun verið gerð.
„Við gátum staðfest nú í sumar að bindin tvö voru einu sinni eitt. Það hefur líklega verið fyrir átjándu öld,“ segir Vasarė.
Áður en Danir skiluðu Flateyjarbók árið 1971 var gert við rifnar blaðsíður og bókin fest vel í kjölinn með lími, svo vel að vart hefur verið unnt að opna bókina. Það hefur verið tímafrekt að fjarlægja límið.
„Það hafa farið yfir hundrað vinnustundir í að fjarlægja límið á öðru bindinu,“ segir Vasarė.
Hún rannsakar Flateyjarbók gaumgæfilega og hver einasta arða sem fellur til við viðgerðina er geymd.
„Maður veit aldrei til hvers konar rannsókna það gæti leitt svo að við höfum varðveitt það allt,“ segir Vasarė.
Þó svo að Vasarė liggi yfir Flateyjarbók alla daga er hún ekki kunnug sjónvarpsþáttaröðinni Flateyjargátu.
„Það er líklega frekar ráðgáta en ekki alveg það sama. Ég veit það ekki,“ segir Vasarė.