Hver á nefið? spyrja Eurovision-aðdáendur

Mynd: RÚV / RÚV

Hver á nefið? spyrja Eurovision-aðdáendur

20.01.2017 - 18:31

Höfundar

Hver á brúna augað eða nefið eða varirnar? Þessu velta aðdáendur Söngvakeppninnar nú fyrir sér eftir að samsett mynd af öllum keppendum var birt á samfélagsmiðlum. Í kvöld verður tilkynnt í sjónvarpsþætti að loknum veðurfréttum, hverjir eru flytjendur og höfundar laganna tólf sem keppa í Söngvakeppninni 2017. Keppnin hefst svo eftir mánuð. 

Aðdáendur Söngvakeppninnar og Eurovision geta látið sig hlakka til kvöldsins því leikin verða brot úr lögunum tólf sem keppa um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. Ekkert fæst að svo stöddu uppgefið um hverjir þetta eru en þó fengust þær upplýsingar frá skipuleggjendum Söngvakeppninnar að hópurinn væri fjölbreyttur. Fyrrum keppandi bregði sér í nýtt hlutverk, einn flytjendanna hafi oft áður verið orðaður við keppnina en aldrei áður flutt lag í henni. Þá talar einn höfundurinn sjö tungumál og annar höfundur er yfir tveir metrar á hæð. 

Talsverð umræða hefur orðið á samfélagsmiðlum um samsetta ljósmynd af öllum keppendunum. Þannig hefur verið giskað á að Páll Óskar eigi aðra augabrúnina, Selma Björnsdóttir eigi nefið og Birgitta Haukdal brúna augað. 

Keppnin hefst 25. febrúar og úrslitin verða í Laugardalshöll 11. mars. Eurovision-keppnin verður svo í Úkraínu í maí.  
 

 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Heilsan leyfi ekki þátttöku í Eurovision 2017

Mannlíf

Vilja Glanna glæp í Eurovision

Söngvakeppnin

Leitin að Eurovision-framlagi Íslands hafin

Innlent

Eurovision verður haldið í Kænugarði