Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hvattir til að fylgjast vel með mælingum

13.09.2014 - 07:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Dregið hefur úr styrk brennisteinsdíoxíðs á Reyðarfirði en það mældist, núna rétt fyrir átta rúmlega 350 míkrógrömm á rúmmetra. Styrkur þess náði nærri 4.000 míkrógrömmum í gærkvöld sem er hæsta gildi sem mælst hefur síðan byrjað var að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldstöðinni í Holuhrauni

Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum en þar mælist styrkurinn um 250 míkrógrömm á rúmmetra en hann fór í tæplega 700  í morgun.

Umhverfisstofnun mæltist til þess í gærkvöld að íbúar á Austfjörðum myndu halda sig innandyra á meðan styrkur væri 3000 til 4000, loka gluggum og hækka hita í húsum. Íbúar eru  hvattir til að fylgjast vel með mælingum en styrkur brennisteinsdíoxíðs fer eftir veðurskilyrðum hverju sinni og getur því breyst hratt.