Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hvatt til að konur veljist til forystu

15.01.2014 - 14:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Konur úr öllum stjórnmálaflokkum og þremur stærstu kvennahreyfingum landsins hafa boðað til átaks undir kjörorðinu Konur í forystusæti.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í Iðnó í hádeginu var kynnt sameiginleg aðgerð sem feli í sér hvatningu um að velja konur í forystusæti í stjórnmálum og atvinnulífinu almennt. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í lok maí og bent var á að enn eigi eftir að raða á lista víða og því sé nú tækifæri til þess að velja konur til forystu.