Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hvalveiðivertíðinni lokið

30.09.2015 - 17:15
epa000242528 A southern humpback whale displays his tail at Platypus bay in the Hervey Bay Marine Park, Australia, Saturday 31 July 2004. Thousands of whales have begun their migration from Antarctic waters to breed in the warmer waters off the Queensland
 Mynd: EPA - AAP
Hvalveiðivertíðinni er lokið. Langreyðakvótinn kláraðist, en mikið er eftir af hrefnukvótanum. Alls veiddust 184 hvalir við Ísland á þessu ári, 155 langreyðar og 29 hrefnur.

 

Langreyðakvótinn á nýlokinni vertíð var 171 dýr, það er að segja sá fjöldi dýra sem veiða mátti á vertíðinni að viðbættum þeim fjölda dýra sem fluttust frá vertíðinni í fyrra. Kvótinn í ár var 154 dýr og veiddust 155.

Kristján Loftsson forstjóri Hvals segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi aldrei gerst áður að það næðist að veiða allan langreyðakvótann. Mikið hafi verið um hval á veiðisvæðinu, en lélegt skyggni hafi valdið vandræðum framan af vertíð.

Leyfilegt var að veiða allt í allt 275 hrefnur í ár, en 29 veiddust. Það er þó ekki versta vertíðin að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar hrefnuveiðimanns, því í fyrra veiddust 24 dýr. Til samanburðar má nefna að árið 2009 veiddist 81 hrefna. Gunnar segir að verkfall dýralækna hafi sett strik í reikninginn í upphafi vertíðar og stytt hana um meira en mánuð. Hann gerir ráð fyrir að hrefnukjötið klárist um áramót. Í fyrra var flutt inn hrefnukjöt frá Noregi og býst Gunnar við að það verði gert aftur.

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV