Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hvalveiðar ganga vel

23.06.2013 - 13:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Hvalveiðibáturinn Hvalur 9 landaði einni langreyði í morgun og Hvalur 8 er á leið í Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra.

Að þeim meðtöldum hafa 11 hvalir verið veiddir það sem af er þessari vertíð, en hún hófst 18. júní. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalstöðinni í Hvalfirði segir skyggni misjafnlega gott, en veiðarnar gangi eins og í sögu.