Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hvað er svona merkilegt við það?

Mynd: Ármann Agnarsson / Þjóðminjasafn Íslands

Hvað er svona merkilegt við það?

24.06.2015 - 09:59

Höfundar

Ný sýning var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands á föstudag, þegar fagnað var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sýningin ber yfirskriftina Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár.

Víðsjá leit við á Þjóðminjasafninu á mánudag og ræddi við Kristínu Svövu Tómasdóttur doktorsnema í sagnfræði sem var textahöfundur sýningarinnar. Hún sat einnig í sýningarnefnd ásamt sýningarhönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur og Magneu Guðmundsdóttur. Og þar eiga einnig sæti þær Bryndís Sverrisdóttir og Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir.